Í leikritinu Dóttir faraós hlusta börn á ömmu sína segja töfrandi sögu af konu sem ferðast til Íslands í selslíki. Þegar til Íslands er komið lendir hún í hremmingum og kemst ekki heim aftur. Jón Trausti er þekktur fyrir sögulegar skáldsögur en hér er að finna eina leikritið eftir hann.