"Á Síðunni var um þessar mundir mikið um fyrirburðasögur. Mörg ár undanfarið höfðu ókennilegar vatnavættis sézt í Feðgakvísl í Meðallandi. Nú bárust líka heldur en ekki mergjaðar sögur af skrímsli, sem lágu í Hólmsá. Sögur gengu miklar um rauðan sjó við Vestmannaeyjar."
Sögur frá Skaftáreldi er fyrsta sögulega skáldsaga Jóns Trausta. Hér eru Skaftáreldar, eldgos sem stóð frá 1783 - 1784, sögusviðið en samhliða náttúruvá glíma sögupersónur við miklar ólgur í sínu persónulega lífi. Þessi tvíræða og margbrotna skáldsaga er bæði fróðleg og skemmtileg, sérstaklega fyrir lesendur sem hafa áhuga á jarðhræringum, sögulegum skáldsögum og sögu Íslands.